Hólmbert Aron Friðjónsson átti frábært ár með liði Aalesund í Noregi en liðið leikur í næst efstu deild.
Hólmbert og félagar eru þessa stundina í umspili um laust sæti í efstu deild. Liðið mætir Sogndal í úrslitum.
Framherjinn hefur átt eins og áður sagði mjög gott ár og skoraði 19 mörk í 28 leikjum sem er frábær árangur.
Ekki nóg með það þá lagði Hólmbert upp önnur fimm á liðsfélaga sína og reyndist einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins.
Hólmbert var í dag valinn leikmaður ársins hjá Aalesund sem eru frábærar fréttir fyrir okkar mann.
Verðlaunin eru svo sannarlega verðskulduð en hann fékk einnig viðurkenningu frá blaðamönnum á dögunum sem völdu hann bestan í deildinni.
Til hamingju Hólmbert og nú er að vona að Aalesund nái að koma sér í deild þeirra bestu á nýjan leik.