Manchester United hefur gefið út fjórða búning sinn á þessu tímabili, búningurinn verður einnig í FIFA19 leiknum.
Manchester United mun aldrei spila í þessum búningi en stuðningsmenn geta keypt hann.
Real Madrid, Juventus og FC Bayern eru einnig að gefa út búninga að sama tilefni.
Búningur United er sagður ansi ljótur og eru flestir á því máli.
Búningurinn er hér að neðan en hann mun kosta í kringum 10 þúsund krónur.