Risaleikur Boca Juniors og River Plate í úrslitum Copa Libertadores átti að fara fram í kvöld klukkan 20:00.
Fyrst var leiknum frestað til klukkan 21:00 og svo síðar til 22:15 eftir að ráðist var á liðsrútu Boca.
Stuðningsmenn River köstuðu steinum, flöskum og fleiru í rútu Boca og eru nokkrir leikmenn slasaðir.
Þrír þurftu á læknisaðstoð að halda en allt varð vitlaust á götum Buenos Aires fyrir leikinn. Leikmenn Boca fengu einnig táragas í augun.
Leikmenn Boca höfðu engan áhuga á að spila leikinn í kvöld en FIFA tók það ekki í mál fyrst um sinn.
,,Þeir eru að neyða okkur til þess að spila leikinn. Við erum í engu standi til að spila,“ sagði Carlos Tevez, leikmaður Boca í kvöld.
FIFA hefur nú farið betur yfir stöðuna og hefur ákveðið að fresta leiknum til morguns sem er skynsamleg ákvörðun.
Pablo Perez, leikmaður Boca, fékk gler í augað eftir árásina og missti sjón á vinstra auga í dágóðan tíma.
Liðin áttust við fyrr í mánuðinum án mikilla vandræða en þá lauk leiknum með 2-2 jafntefli á heimavelli Boca.
Carlos Tevez has said that the Boca players „are not in condition to play.“ Game still theoretically going ahead, with Boca playing under protest.
— Rory Smith (@RorySmith) 24 November 2018
Pablo Perez, a player who has just been to hospital with glass in his eye, is going to play. (although it’s only half an hour til „kick-off“ and there is a distinct lack of things happening)
— Rory Smith (@RorySmith) 24 November 2018
The game has been suspended.
— Rory Smith (@RorySmith) 24 November 2018
Boca Junior captain Pablo Perez after shards of glass entered his eye after the Boca team bus was attacked by River Plate fans. Really is shocking. pic.twitter.com/YOATiGEHJs
— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) 24 November 2018