fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
433Sport

Risaslagur Suður-Ameríku fer ekki fram: Táragas, brotnar rúður og þrír á spítala – ,,Við erum í engu standi til að spila“

Victor Pálsson
Laugardaginn 24. nóvember 2018 22:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Risaleikur Boca Juniors og River Plate í úrslitum Copa Libertadores átti að fara fram í kvöld klukkan 20:00.

Fyrst var leiknum frestað til klukkan 21:00 og svo síðar til 22:15 eftir að ráðist var á liðsrútu Boca.

Stuðningsmenn River köstuðu steinum, flöskum og fleiru í rútu Boca og eru nokkrir leikmenn slasaðir.

Þrír þurftu á læknisaðstoð að halda en allt varð vitlaust á götum Buenos Aires fyrir leikinn. Leikmenn Boca fengu einnig táragas í augun.

Leikmenn Boca höfðu engan áhuga á að spila leikinn í kvöld en FIFA tók það ekki í mál fyrst um sinn.

,,Þeir eru að neyða okkur til þess að spila leikinn. Við erum í engu standi til að spila,“ sagði Carlos Tevez, leikmaður Boca í kvöld.

FIFA hefur nú farið betur yfir stöðuna og hefur ákveðið að fresta leiknum til morguns sem er skynsamleg ákvörðun.

Pablo Perez, leikmaður Boca, fékk gler í augað eftir árásina og missti sjón á vinstra auga í dágóðan tíma.

Liðin áttust við fyrr í mánuðinum án mikilla vandræða en þá lauk leiknum með 2-2 jafntefli á heimavelli Boca.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sagður vera brjálaður eftir umdeild vinnubrögð – Fær óskina ekki uppfyllta

Sagður vera brjálaður eftir umdeild vinnubrögð – Fær óskina ekki uppfyllta
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ummæli Gerrard vekja athygli – Betri en Mbappe og Yamal

Ummæli Gerrard vekja athygli – Betri en Mbappe og Yamal
433Sport
Í gær

Ekki lengur með númer hjá félaginu

Ekki lengur með númer hjá félaginu
433Sport
Í gær

Gyokores fær hrós úr óvæntri átt – ,,Einstakur leikmaður“

Gyokores fær hrós úr óvæntri átt – ,,Einstakur leikmaður“