fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
433Sport

Orri týndur í Noregi – Félagið taldi hann vera að spila í fyrsta sinn

Victor Pálsson
Laugardaginn 24. nóvember 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur gengið illa hjá varnarmanninum Orra Sigurði Ómarssyni að festa sig í sessi í Noregi.

Orri samdi við lið Sarpsborg fyrr á þessu ári en hann hafði fyrir það leikið við góðan orðstír með Val hér heima.

Orri náði hins vegar ekki að heilla þjálfara Sarpsborg og var lánaður til HamKam þar sem hann spilaði 13 leiki.

Orri náði þó að spila einn leik fyrir Sarpsborg áður en hann hélt til Hamkam, eitthvað sem félagið man þó ekki eftir.

Íslendingurinn kom við sögu í 2-0 sigri á Tromso í dag en hann kom inná sem varamaður í síðari hálfleik.

Sarpsborg talaði um það sem fyrsta leik Orra fyrir félagið en hann svaraði þeirri færslu þó á Twitter.

,,Þegar þú spilar það lítið að félagið sjálft man ekki eftir því að þú komst inná fyrr á tímabilinu,“ skrifaði Orri á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sagður vera brjálaður eftir umdeild vinnubrögð – Fær óskina ekki uppfyllta

Sagður vera brjálaður eftir umdeild vinnubrögð – Fær óskina ekki uppfyllta
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ummæli Gerrard vekja athygli – Betri en Mbappe og Yamal

Ummæli Gerrard vekja athygli – Betri en Mbappe og Yamal
433Sport
Í gær

Ekki lengur með númer hjá félaginu

Ekki lengur með númer hjá félaginu
433Sport
Í gær

Gyokores fær hrós úr óvæntri átt – ,,Einstakur leikmaður“

Gyokores fær hrós úr óvæntri átt – ,,Einstakur leikmaður“