Í kvöld fer fram risaslagur í Argentínu er Boca Juniors og River Plate eigast við í úrslitum Copa Libertadores.
Um er að ræða risaleik en það er mikill rígur á milli liðanna sem mættust í 2-2 jafntefli á heimavelli Boca fyrr í mánuðinum.
Seinni leikur liðanna átti að hefjast klukkan 20:00 í kvöld en hefur verið frestað til 22:15.
Ráðist var á liðsrútu Boca fyrir leikinn í kvöld og þurftu þrír leikmenn liðsins að heimsækja sjúkrahús vegna þess.
Í kvöld var svo birt virkilega óhugnalegt myndband en stuðningsmenn River reyna að koma flugeldum inn á völlinn.
Það er ólöglegt og er tekið hart á þeim sem reyna að smygla því inn. Þar koma börnin við sögu.
Foreldrar taka upp á því að fela blysin undir treyjum barna sinna til að komast framhjá öryggisgæslu.
Orð eru óþörf, sjón er sögu ríkari.
River Plate fans sticking flares to children to sneak them into the stadium ?#SuperClassico // #Libertadores2018
— talkSPORT (@talkSPORT) 24 November 2018