Jose Mourinho stjóri Manchester United var mættur á leik Belgíu og Íslands fyrir rúmri viku í Þjóðadeildinni.
Það vakti nokkra athygli að þessi sigursæli stjóri væri mættur á leikinn.
Hann útskýrði hins vegar ferð sína á leikinn og hún snérist fyrst og síðast um andlega heilsu, Romelu Lukaku.
,,Ég fór til að vera andlega með Lukaku, kanna stöðuna á honum og meiðslum hans,“ sagði Mourinho en Lukaku var ekki með í leiknum.
,,Roberto Martinez bauð mér að hitta hann en ég hafnaði því, ég vildi ekki trufla leikmann fyrir leik.“
,,Ég var mikið í símanum við Roberto, reyna að finna út vandamálin. Svo kann ég vel við það að horfa á fótbolta, ég var í London og lestin tekur stutta stund.“