Gylfi Þór Sigurðsson reyndist hetja Everton í dag er liðið mætti Cardiff í ensku úrvalsdeildinni.
Gylfi mætti Aroni Einari Gunnarssyni á Goodison Park og skoraði eina mark leiksins á 59. mínútu leiksins í 1-0 sigri.
Liverpool vann sannfærandi útisigur á Watford. Gestirnir höfðu betur að lokum 3-0 en enduðu með tíu menn á vellinum eftir rautt spjald Jordan Henderson.
Manchester United tókst ekki að skora á Old Trafford í leik gegn Crystal Palace. Markalaust jafntefli var niðurstaðan.
Manchester City var í engum vandræðum í London gegn West Ham. Liðið vann öruggan 4-0 sigur.
Brighton og Leicester skildu þá jöfn 1-1 og Fulham vann 3-2 sigur á Southampton í fyrsta leik Claudio Ranieri.
Hér má sjá öll úrslit dagsins.
Manchester United 0-0 Crystal Palace
Watford 0-3 Liverpool
0-1 Mohamed Salah(67′)
0-2 Trent Alexander-Arnold(76′)
0-3 Roberto Firmino(89′)
Everton 1-0 Cardiff
1-0 Gylfi Þór Sigurðsson(59′)
West Ham 0-4 Manchester City
0-1 David Silva(11′)
0-2 Raheem Sterling(19′)
0-3 Leroy Sane(34′)
0-4 Leroy Sane(93′)
Fulham 3-2 Southampton
0-1 Stuart Armstrong(18′)
1-1 Aleksandar Mitrovic(33′)
2-1 Andre Schurrle(43′)
2-2 Stuart Armstrong(53′)
3-2 Aleksandar Mitrovic(63′)
Brighton 1-1 Leicester City
1-0 Glenn Murray(15′)
1-1 Jamie Vardy(víti, 79′)