Everton er komið yfir gegn Cardiff í ensku úrvalsdeildinni en liðin eigast við á Goodison Park.
Gylfi Þór Sigurðsson er kominn til baka eftir meiðsli og var í byrjunarliði heimamanna í dag.
Það kemur engum á óvart að Gylfi hafi komið Everton yfir en hann skoraði sjötta mark sitt í deildinni og kom Everton í 1-0.
Gylfi fylgdi á eftir skoti Theo Walcott sem Neil Etheridge hafði varið og setti boltann í autt markið.
Gylfi var að skota sitt sjötta mark í átta leikjum í deildinni sem er frábær árangur hjá okkar manni.