fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
433Sport

Kolfinna ósátt með Aron Einar: Vinslit: Sárt að deilur um peninga valdi vinslitum

Victor Pálsson
Föstudaginn 23. nóvember 2018 17:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolfinna Von Arnardóttir hefur svarað landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni eftir ummæli sem hann lét falla í nýrri bók.

Kolfinna var besta vinkona Kristbjargar Jónasdóttur, eiginkonu Arons og fóru þau í viðskipti saman árið 2016.

Aron og Kristbjörg fjárfestu í íslenska fatavörumerkinu JÖR sem varð gjaldþrota ekki löngu seinna. Aron segir að ekkert hafi heyrst af fjárfestingunni.

Fyrirtækið var í eigu Kolfinnu og eiginmanns hennar. Björn Ingi Hrafnsson er eiginmaður Kolfinnu en hann er þekktur fjárfestir hér á landi.

Árið 2016 stakk besta vinkona Kristbjargar upp á því að við færum í viðskipti með henni og eiginmanni hennar sem er virkur fjárfestir á Íslandi,“ skrifar Aron í bókinni.

„Við treystum þeim og ákváðum því að kaupa hlut í félagi þeirra undir þeim formerkjum að til stæði að fjárfesta í íslenska fatavörumerkinu JÖR.“

„Þrátt fyrir það höfum við Kristbjörg hvorki fengið greitt til baka samkvæmt samningnum né fengið að sjá pappíra til útskýringar á hvað varð um peningana. Þau hafa aldrei getað útskýrt það.“

Aron bætir við að þessi peningamál hafi að lokum endað með vinslitum.

,,Þetta sýnir manni hvað er raunverulega lagt að veði þegar vinir saman út í viðskipti,“ bætti Aron við.

Kolfinna hefur nú svarað fyrir sig á Facebook síðu sinni og er óánægð með skrif Arons í bókinni.

Kolfinna segir að hún hafi útskýrt tapið og að lögfræðingur Arons og Kristbjargar hafi fengið skrifleg gögn í hendurnar.

,,Lífið er mikill skóli. Sumt tekst vel og annað illa og það er okkar að vinna út úr því í framhaldinu með sem bestum og sanngjörnustum hætti,“ skrifar Kolfinna.

,,Ég les að Aron Einar Gunnarsson segi í nýrri bók að fjárfesting hans í félagi sem ég stýri hafi leitt til vinslita. Það finnst mér mjög miður að sjá og eins hvernig hann kýs að segja frá málinu.“

,,Staðreyndin er sú að Aron Einar fjárfesti fyrir fimmtán milljónir í einkahlutafélagi sem við vorum að byggja upp. Tíu milljónir af því fóru í lán til JÖR og fimm milljónir vegna kaupa á tískuhátíðinni RFF.“

,,Því miður gekk rekstur JÖR ekki upp og félagið fór í þrot og þar með töpuðum við miklum fjármunum. Bæði félagið okkar og við persónulega sem höfðum lagt fjármuni í það.“

,,Mér varð snemma ljóst að sú staðreynd færi mjög illa í vinahjón mín Aron Einar og Kristbjörgu eiginkonu hans og hef reynt allt til að koma til móts við þau vegna þessa.

,,Það er gömul saga og ný að deilur um peninga geta farið illa með vináttusambönd og þetta er því miður dæmi um það.“

,,Það er ekki rétt að aldrei hafi fengist svör um það í hvað peningarnir fóru. Þeir fóru í þessi tvö verkefni og lögmaður þeirra hjóna fékk að sjá skrifleg gögn um það.“

,,Hins vegar hefur komið mér illilega á óvart sú harka sem kom upp í málinu og það særir mig mjög. Ég er ung kona og það er erfitt að verjast í slíku máli þar sem eru miklar tilfinningar.“

,,Um er að ræða eina af mínu bestu vinkonum og eiginmann hennar og það er sárt að deilur um peninga valdi vinslitum.“

,,Það er eiginlega þyngra en tárum taki. En sumt í lífinu tekst vel til og annað ekki og maður verður að reyna að læra af þeim mistökum sem eru gerð.“

Kolfinna fer svo langt og birtir skjáskot af heimabanka sínum. Þar má sjá millifærslu Arons upp á 15 milljónir króna.

Einnig er hægt að sjá að Kolfinna hafi millifært 10 milljónir á JÖR og fimm milljónir á fyrirtækið Joco ehf.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fékk óhugnanlegt símtal á versta tíma: Heyrði pabba sinn grátbiðja um hjálp – ,,Ég var nálægt því að æla“

Fékk óhugnanlegt símtal á versta tíma: Heyrði pabba sinn grátbiðja um hjálp – ,,Ég var nálægt því að æla“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bíða eftir tilboði frá Chelsea

Bíða eftir tilboði frá Chelsea
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mættur aftur í enska boltann eftir tíu ára fjarveru

Mættur aftur í enska boltann eftir tíu ára fjarveru
433Sport
Í gær

Ekki valinn í leikmannahópinn og er líklega að kveðja – United eða Newcastle?

Ekki valinn í leikmannahópinn og er líklega að kveðja – United eða Newcastle?
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn tekur undir ummælin um Liverpool: ,,Getur endað illa“

Íslandsvinurinn tekur undir ummælin um Liverpool: ,,Getur endað illa“
433Sport
Í gær

Tveir efnilegir lánaðir frá City

Tveir efnilegir lánaðir frá City
433Sport
Í gær

Sagði takk en nei takk við gylliboði frá Sádí

Sagði takk en nei takk við gylliboði frá Sádí