Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var steinhissa á spurningu blaðamanns á blaðamannafundi í dag.
Klopp var spurður út í miðjumanninn Fabinho sem hefur verið orðaður við brottför síðustu daga.
Fabinho átti ekki fast sæti í byrjun tímabils og samkvæmt miðlum íhugar hann að fara. Klopp hlær að þessum sögusögnum.
,,Hann hefur nú aðlagast hérna. Hann hefur spilað síðustu þrjá af fjórum leikjum ekki satt? Hann hefur spilað vel,“ sagði Klopp.
,,Núna er erfiðasti tími ársins að byrja. Hann nýtti tímann og kynntist því sem við vildum sem nýttist vel.“
,,Auðvitað er hann ekki að fara. Ég vil ekki tala um félagaskipti en ef einhver spyr þá er enginn á förum.“
,,Það væri klikkun. Hann vill ekki fara. Heimurinn er bara orðinn klikkaður. Ef einhver spilar ekki í fimm leikjum þá er markaðurinn opinn.“