Dani Osvaldo, fyrrum leikmaður Juventus, ákvað að leggja skóna fyrir tveimur árum eftir dvöl hjá Boca Juniors í Argentínu.
Osvaldo átti mjög skrautlegan feril og lék með mörgum frábærum liðum. Hann var í 11 ár í atvinnumennsku.
Osvaldo hætti aðeins 30 ára gamall en hann stoppaði hjá liðum eins og Roma, Fiorentina, Southampton, Juventus og Inter.
Áhuginn var einfaldlega ekki til staðar lengur og ákvað fyrrum framherjinn að kalla þetta gott árið 2016.
Hann hefur síðan þá útskýrt ákvörðun sína en hann elskar sígarettur, bjór og grillveislur meira en peningana sem fylgja fótboltanum.
Nú eru komnar nýjar fréttir af Osvaldo en hann hefur stofnað rokkhljómsveit sem ber nafið Barrio Viejo.
Hljómsveitin var að vísu stofnuð á síðasta ári og hefur nú þegar gefið út nokkur lög. Eitt af þeim má heyra hér!