Leikmenn Manchester United í unglingaliði félagsins hlusta nú á geimfara ræða við sig.
United hefur ráðið Steve Swanson til starfa en hann hefur eytt 195 dögum í geimnum.
Hann á að ræða við yngri leikmenn liðsins, fá þá til að vinna sem lið og að telja þeim trú um að ekkert sé ómögulegt.
Geimfarinn á að fá leikmenn til að trúa því að ekkert sé ómögulegt.
Swanson er stuðningsmaður Manchester United en hann tók fána félagsins út í geim árið 2014.