Peter Crouch, leikmaður Stoke City, segir fólki að varast það að gefa markmönnum áfenga drykki á djamminu.
Crouch segir að markverðir hagi sér öðruvísi en aðrir en hann hefur leikið með þeim ófáum á ferlinum og ætti að þekkja það vel.
Crouch nefnir leikmenn eins og Thomas Sorensen, Antti Niemi, Jerzy Dudek, Pepe Reina, David James, Asmir Begovic og Heurelho Gomes.
Crouch vill helst forðast það að skemmta sér með markmönnum sem breytast í aðra manneskju um leið og drykkirnir eru komnir niður.
,,Um leið og markmennirnir eru búnir að drekka aðeins þá breytast hlutirnir. Þeir verða mjög ákafir,“ sagði Crouch.
,,Þeir láta eins og þeir hafi verið að verja mjög vel. Þeir haga sér alltaf mjög undarlega.“
,,Þú vilt alls ekki standa hliðina á markverði þegar þú ferð út að skemmta þér.“