Radja Nainggolan, leikmaður Inter Milan, er enn brjálaður út í landsliðsþjálfara Belgíu, Roberto Martinez.
Nainggolan hefur lagt landsliðsskóna á hilluna eftir að hafa verið skilinn eftir heim er HM í sumar fór fram.
Martinez gagnrýndi lífsstíl Nainggolan og ákvað að velja hann ekki í hóp. Miðjumaðurinn tekur þessar afsakanir ekki í mál.
,,Hann kom með einhverjar afsakanir en þær voru glataðar,“ sagði Nainggolan við ESPN.
,,Af hverju var ég að spila 50 leiki fyrir Roma ef ég var að lifa þessu lífi? Ég spilaði frábærlega á EM og svo var mér hent út fyrir ekki neitt.“
,,Það voru leikmenn í hópnum sem voru ekki að spila með félagsliðinu. Ég spilaði 50 leiki og var skilinn eftir.“
,,Ég heimtaði aldrei að fá að spila, ég átti bara skilið að vera þarna frekar en aðrir.“