Ian Wright, fyrrum leikmaður Arsenal, upplifði erfiða tíma er hann lék með Crystal Palace á sínum tíma.
Wright var frábær leikmaður fyrir Palace en hann skoraði 90 mörk á sex árum áður en hann fór til Arsenal árið 1991.
Wright segir að kynþáttahatur hafi verið í lagi á þessum tíma og fékk hann mikið áreiti frá liðsfélögum sínum.
,,Þegar ég skrifaði fyrst undir hjá Palace þá fékk ég mikið áreiti í búningsklefanum. Það var bara ásættanlegt á þeim tíma,“ sagði Wright.
,,Á æfingum þá spiluðu svartir gegn hvítum og það voru mikil læti. Svörtu leikmennirnir unnu oft og því fylgdi mikil spenna.“
,,Þetta var í raun hvítt umhverfi og einhvers staðar á leiðinni þá ert þú sá sem þeir gera grín að.“