Ronaldinho, einn besti knattspyrnumaður allra tíma virðist vera auralaus og í talsverðu veseni.
Í heimalandi hans, Brasilíu var vegabréf hans og hjá bróðir hans tekið á dögunum.
Ronaldinho skuldar 1,75 milljón pund í sekt fyrir að byggja hús á ólöglegum stað. Samkvæmt fréttunum á Ronaldinho hins vegar bara 5,24 pund í bankanum. Aðeins um 800 krónur, hann getur því ekki borgað sektina.
Yfirvöld hafa látið til skara skríða og fóru að fjarlægja bifreiðar og málverk af heimili hans á dögunum.
Með þessu vilja yfirvöld ná fjármunum til baka.
Myndir af þessari aðgerð má sjá hér að neðan.