fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
433Sport

Gylfi fagnaði ekki þegar hann fór í atvinnumennsku: ,,Ég vildi komast lengra“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 22. nóvember 2018 15:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson, besti knattspyrnumaður Íslands og leikmaður Everton er í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV. Þar ræðir Gylfi málefni sem hann ræðir iðulega ekki en við heimsóttum hans á heimili hans á dögunum.

Gylfi hefur verið á toppnum í mörg ár, dregið vagninn með íslenska landsliðinu og hefur spilað vel yfir 200 leiki í ensku úrvalsdeildinni, bestu og erfiustu deild í heimi. Þar er hann oftar en ekki einn af bestu leikmönnum deildarinnar.

Fagnaði ekki þegar hann fór fyrst í atvinnumennsku

Allir sem þekkja til Gylfa vita að metnaður hans og hugarfar er einstakt. Það sannast best þegar við rifjum upp þegar Gylfi var keyptur aðeins 16 ára gamall til Reading á Englandi. Margir ungir leikmenn halda á þeim tímapunkti sé sigurinn í höfn. Það er fjarri lagi og margir hafa fengið tækifærið en svo ekki haft það hugarfar sem þurfti. Nýtt land, annað tungumál, fjölskylda og vinir jafnvel ekki til staðar. En Gylfi var einbeittur, vel undirbúinn. Stefnan var alltaf að fara yfir hafið. Hann hafði meðal annars farið í enskuskóla til að undirbúa sig þegar kallið kæmi. „Ég held að ég átti mig ekki á því fyrr enn um mitt tímabil á fyrsta tímabilinu í aðalliði Reading (árið 2010),  þegar það er byrjað að ganga vel. Ég var búinn að skora fullt af mörkum og hugsaði að þetta gæti gengið upp, að ég gæti komist í fremstu röð. Fyrir það, í U16, U17 og U19 ára liðum hjá Reading, þá getur allt gerst. Þú getur meiðst og þá er þetta bara búið. Það eru tveir eða þrír í mesta lagi úr hverju U18 ára liði sem munu eiga fínan feril, hvað þá spila í úrvalsdeildinni í mörg ár,“ segir Gylfi og bætir við að til að uppfylla drauminn um atvinnumennsku þurfi allt að ganga upp og það þurfi að taka hina ýmsu þætti inn í jöfnuna svo útkoman verði jákvæð. „Það er margt sem spilar inn í; að flytja ungur frá fjölskyldunni og meiðsli geta eyðilagt allt. Svo þarftu að vera heppinn og leggja mikið á þig.“

Gylfi kveðst í fyrstu hafa verið sáttur við að fá tækifæri með 18 ára unglingaliði Reading. En hann hungraði í meira.

„Ég var ekki sáttur við að komast bara á þann stað, ég vildi komast lengra. Ég leit á þetta sem tækifæri fyrir mig til að æfa á grasi allt árið, við mikið betri aðstæður en heima á Íslandi, svo ég gæti bætt mig og reynt að ná markmiðum mínum,“ segir Gylfi og bætir við að markmið hans hafi alltaf verið stærra í sniðum en að ná að spila knattspyrnu erlendis. Draumurinn var að spila með þeim bestu í stærstu liðum Englands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sesko vonast til að hitta Zlatan

Sesko vonast til að hitta Zlatan
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leeds horfir á tvo stóra bita

Leeds horfir á tvo stóra bita
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deildin: KR kom til baka og vann – Heimir sá rautt í sigri FH

Besta deildin: KR kom til baka og vann – Heimir sá rautt í sigri FH
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Maresca stefnir á titilinn í vetur

Maresca stefnir á titilinn í vetur
433Sport
Í gær

Staðfestir að hann sé ekki hættur eftir bílslysið hræðilega

Staðfestir að hann sé ekki hættur eftir bílslysið hræðilega
433Sport
Í gær

Fékk óvænt símtal frá fyrrum leikmanni erkifjendanna: ,,Ég sagði að þetta væri sofandi risi“

Fékk óvænt símtal frá fyrrum leikmanni erkifjendanna: ,,Ég sagði að þetta væri sofandi risi“
433Sport
Í gær

Sjáðu markið sem margir eru að tala um – Skot eða sending?

Sjáðu markið sem margir eru að tala um – Skot eða sending?
433Sport
Í gær

Fengu aðrar slæmar fréttir fyrir tímabilið – Annar miðvörður meiddur

Fengu aðrar slæmar fréttir fyrir tímabilið – Annar miðvörður meiddur