Birkir Bjarnason, leikmaður Aston Villa, verður ekki með liðinu um helgina sem mætir Birmingham í ensku Championship-deildinni.
Um er að ræða gríðarlega stóran slag í næst efstu deild en bæði lið eru staðsett í Birmingham borg.
Birkir er að glíma við nárameiðsli og er ekki klár. Hann spilaði ekki með íslenska landsliðinu gegn Belgum og Katar á dögunum.
Birkir birti mynd af sér á Instagram nú rétt í þessu en hann þurfti á aðgerð að halda vegna meiðslanna.
Óvíst er hversu lengi Birkir verður frá en ljóst er að meiðslin voru í alvarlegri kantinum.
,,Aðgerðin gekk vel, ég kem sterkari til baka,“ skrifaði Birkir í færslunni sem má sjá hér fyrir neðan.