Atli Sigurjónsson er byrjaður að gefa út Sport Teygjur á nýjan leik en frá þessu greinir hann á Twitter.
Atli er leikmaður sem flestir kannast við en hann er á mála hjá KR í Pepsi-deild karla og spilaði áður stutt með Breiðabliki.
Sport Teygjur eru fyrir stelpur og stráka í öllum íþróttum og hafa verið á markaðnum í nokkur ár.
Allur ágóðinn rennur til styrktarfélags krabbameinssjúkra barna en einn pakki kostar 2,500 krónur.
Hægt er að panta teygjurnar með því að hafa samband við Atla á Twitter eða á Facebook-síðu sem má nálgast hér.
#sportteygjur mættar aftur ?? nýjar og betri teygjur. Allur ágóðinn rennur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. 2500 kall pakkinn, pantanir í DM.
Kemur svo í búðir í næstu viku. pic.twitter.com/W1nE1BoH06— Atli Sigurjónsson (@AtliSigurjons) 22 November 2018