Dmitry Rybolovlev, forseti Monaco, var handtekinn í gær vegna gruns um spillingu.
Rybolovlev var handtekinn rétt fyrir leik Monaco og Club Brugge þar sem lið hans fékk stóran skell.
Hann var handtekinn á heimili sínu í Monaco, en íbúðin sem hann býr í er metin á 300 milljónir Bandaríkjadala, 36 milljarða króna.
Um er að ræða blokkaríbúð á efstu hæð og var íbúðin straujuð þar sem lögreglan leitar að sönnungargögnum.
Þetta gætu verið slæm tíðindi fyrir Monaco en auðæfi Rybolovlev eru metinn á 6,8 milljarða dollara samkvæmt Forbes.