fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
433Sport

Kom í veg fyrir að ,,skrímslið Daniel“ myndi nauðga eiginkonu sinni – Hrottalegt morð í kjölfarið

Ritstjórn DV
Mánudaginn 5. nóvember 2018 21:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hræðilegt atvik átti sér stað í Brasilíu á dögunum sem tengdist knattspyrnumanninum Daniel Correa Freitas.

Daniel eins og hann er kallaður var samningsbundinn Sao Paulo í heimalandinu sem er eitt stærsta lið Brasilíu.

Daniel fannst látinn í runna í borginni Sao Jose dos Pinhairs í Brasilíu þann 27. október en búið var að skera hann á háls.

Nú er greint frá því að Daniel hafi verið myrtur en viðskiptamaðurinn Edson Brittes Junior hefur játað á sig sökina.

Brittes er 38 ára gamall en hann missti stjórn á sér eftir að hafa orðið vitni af ‘Daniel reyna að nauðga eiginkonu sinni’ eins og hann orðar það.

Samkvæmt fregnum var Daniel gestur í húsi Brittes kvöldið áður en honum var boðið í 18 ára afmælisveislu dóttur hans, Allana.

Daniel birti svo myndir af sér á WhatsApp þar sem má sjá hann liggja í rúmi eiginkonu Brittes sem var steinsofandi. Hann sendi myndirnar til vina sinna.

,,Ég get sofið hérna. Það eru nokkrar konur sofandi út um allt í húsinu,“ skrifaði Daniel við myndirnar.

,,Ég ætla að ‘borða’ mömmu afmælisstelpunnar og pabbi hennar er hérna.“

Daniel var aðeins 24 ára gamall og var í láni hjá liði Sao Bento sem leikur í næst efstu deild í Brasilíu.

Brittes hefur sjálfur tjáð sig um atvikið en hann segist hafa stöðvað Daniel er hann var að nauðga eiginkonu sinni.

,,Ég dró hann af eiginkonunni minni og henti honum í jörðina og kom í veg fyrir að þetta skrímsli myndi nauðga konunni minni,“ sagði Brittes.

,,Ég lamdi hann ítrekað og fór með hann út úr húsinu. Ég veit ekki hvort hann hafi verið vakandi, meðvitundarlaus eða bara með lokuð augun.“

,,Ég var ekki að hugsa. Ég var með hníf í bílnum, lítinn hníf. Ég vissi ekki að ég myndi gera þetta.“

,,Ég var örvæntingarfullur og var heltekinn af reiði. Ég leit í skottið á bílnum og sá hnífinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slökkt í orðrómunum með nýjum samningi

Slökkt í orðrómunum með nýjum samningi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Klefinn klofinn vegna Isak – Liðsfélagi sagður hafa skotið á hann

Klefinn klofinn vegna Isak – Liðsfélagi sagður hafa skotið á hann
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Salah bestur í þriðja sinn – Liverpool á flesta fulltrúa í liðinu

Salah bestur í þriðja sinn – Liverpool á flesta fulltrúa í liðinu
433Sport
Í gær

Nýju mennirnir fóru á kostum

Nýju mennirnir fóru á kostum
433Sport
Í gær

Ryan Reynolds og félagar veifa rúmum milljarði framan í stórliðið

Ryan Reynolds og félagar veifa rúmum milljarði framan í stórliðið