Það fer fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni á morgun er Arsenal fær lið Liverpool í heimsókn á Emirates.
Það er yfirleitt boðið upp á frábæra skemmtun er þessi lið eigast við og má búast við mörkum á morgun.
Arsenal er taplaust í síðustu 12 leikjum sínum í öllum keppnum og Liverpool er þá taplaust í deildinni á tímabilinu.
Það er við hæfi að rifja upp magnaðan leik sem fór fram árið 2009 er þessi lið áttust við og skildu jöfn, 4-4.
Andriy Arshavin mun aldrei gleyma þessari viðureign en hann gerði öll fjögur mörk Arsenal í leiknum.
Það er áhugavert að skoða leikmennina sem voru á vellinum í þeim stórskemmtilega leik og hvar þeir eru í dag.
Markvörður:
Lukasz Fabianski (Spilar með West Ham í dag)
Vörn:
Bacary Sagna (Spilar með Montreal Impact í dag)
Kolo Toure (Hættur)
Mikael Silvester (Hættur)
Kieran Gibbs (Spilar með West Brom í dag)
Miðja:
Andriy Arshavin (Spilar með Kairat í dag)
Alex Song (Spilar með Sion í dag)
Cesc Fabregas (Spilar með Chelsea í dag)
Denilson (Spilar með Cruzeiro í dag)
Samir Nasri (Samningslaus)
Framherji:
Nicklas Bendtner (Spilar með Rosenborg í dag)
Markvörður:
Pepe Reina (Spilar með AC Milan í dag)
Vörn:
Alvaro Arbeloa (Hættur)
Jamie Carragher (Hættur)
Daniel Agger (Hættur)
Fabio Aurelio (Hættur)
Miðja:
Xabi Alonso (Hættur)
Javier Mascherano (Spilar með Hebei China Fortune í dag)
Yossi Benayoun (Spilar með Maccabi Petah Tikva í dag)
Dirk Kuyt (Hættur)
Albert Riera (Hættur)
Framherji:
Fernando Torres (Spilar með Sagan Tosu í dag)