fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Emery veðjaði á að eigið lið myndi tapa – ,,Hvernig geturðu gert þetta?“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 1. nóvember 2018 21:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unai Emery, stjóri Arsenal, átti ekki frábæran feril sem knattspyrnumaður en hann lék lengst á ferlinum með smáliði Toledo á Spáni.

Leikmannaferill Emery entist í aðeins 14 ár en hann lagði skóna á hilluna árið 2004 þá 32 ára gamall.

Emery var aldrei gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður og virtist aldrei hafa trú á verkefninu sem hann var í.

Hann segir athyglisverða sögu af sjálfum sér þar sem hann veðjaði eitt sinn á að sínir menn í Toledo myndu tapa næsta deildarleik.

,,Það fylgdi meiri sársauki mínum leikmannaferli frekar en ánægja. Ég var alltaf töluvert hræddur,“ sagði Emery.

,,Til að gefa ykkur dæmi, þegar ég var leikmaður Toledo þá fylltum ég og tveir vinir mínir alltaf út veðmálamiða.“

,,Eina helgina áttum við leik gegn Elche og ég veðjaði á að þeir myndu vinna því þeir voru sigurstranglegri og það var það eðlilega í stöðunni.“

,,Ég borgaði stelpunni sem þurfti að merkja miðann minn. Hún var stuðningsmaður Toledo.“

,,Hún starði á mig og spurði mig hvernig ég gæti veðjað á að Elche myndi vinna. Hvernig geturðu gert þetta?“

,,Ég lærði mína lexíu af henni. Hvernig gat ég verið að spila haldandi það að við myndum tapa?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði
433Sport
Í gær

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal