Leikur Leicester og Cardiff fer fram um helgina þrátt fyrir þyrluslysið um liðna helgi þar sem Vichai Srivaddhanaprabha, eigandi félagsins lést ásamt fjórum öðrum.
Leik Leicester í deildarbikarnum í vikunni var frestað enda gríðarleg sorg í félaginu.
Liðið mun hins vegar mæta Cardiff um helgina en ferðaplönum félagsins hefur hins vegar verið breytt.
Meira:
Nýtt sjónarhorn af þyrluslysinu hræðilega – Flugmaður missti alla stjórn
Leicester ætlaði að fljúga til Cardiff en nú hefur verið ákveðið að taka rútuna, leikmenn liðsins vilja jafna sig á slysinu áður en þeir fara í háloftin.
Vichai Srivaddhanaprabha var að yfirgefa King Power völlinn á laugardag þegar þyrla hans harpaði skyndilega til jarðar.