Kjartan Henry Finnbogason var í stuði í Ungverjalandi í dag er hann gerði þrennu fyrir lið Ferencvaros.
Kjartan samdi við Ferencvaros fyrr á árinu en hann hafði áður skorað grimmt með Horsens í Danmörku.
Kjartan hefur þó lítið fengið að spila eftir komuna þangað en svaraði kallinu í sigri á Sarvar í dag.
Framherjinn gerði þrennu í öruggum 4-0 sigri en hann gerði eitt mark í fyrri og tvö í seinni.
Það ber að nefna að þessi leikur var í bikarnum og vonandi fær Kjartan nú fleiri tækifæri í deild.