Hólmar Örn Rúnarsson, leikmaður Levski Sofia, þurfti að fara af velli í dag er liðið mætti Cherno More í búlgarska bikarnum.
Hólmar entist í aðeins sex mínútur í leiknum í dag en Levski er úr leik eftir tap í vítakeppni.
Íslenski landsliðsmaðurinn ræddi við Mbl.is í kjölfarið þar sem hann greinir frá því að meiðslin gætu verið alvarleg.
„Ég fann eitthvað snúast í hnénu og sársauka sem fylgdi,“ sagði Hólmar í samtali við Mbl.
,,Ég hef ekki lent í neinum hnémeiðslum áður þannig get litið sagt um hvað þetta er en ég fer í myndatöku á morgun. Þeir eru hræddir um þetta sé krossbandið en það kemur í ljós á morgun.“
Hólmar byrjar reglulega leiki í Búlgaríu og var hann þá partur af íslenska landsliðinu gegn Frökkum og Sviss fyrr í mánuðinum.