Arsenal og Tottenham munu mætast í 8-liða úrslitum enska deildarbikarsins en dregið var í kvöld.
Fjórir leikir fóru fram í deildarbikarnum í kvöld en á morgun fer svo fram viðureign Manchester City og Fulham.
Tottenham sló West Ham úr keppni með 3-1 sigri í kvöld og Arsenal lagði Blackpool 2-1.
Leikur liðanna verður spilaður á Emirates Stadium, heimavelli Arsenal í London.
Chelsea vann Derby 3-2 í kvöld og mætir Bournemouth í næstu umferð. Leikurinn er á Stamford Bridge.
City og Fulham mætast á morgun eins og áður sagði og sigurliðið úr þeim leik mætir Leicester eða Southampton.
Hér má sjá næstu leiki keppninnar sem fara fram um miðjan desember.
Arsenal vs Tottenham
Chelsea vs Bournemouth
Manchester City/Fulham vs Leicester/Southampton
Middlesbrough vs Burton