Það þykja ekki margir vera eins skemmtilegir í settinu og þeir Jamie Carragher og Gary Neville sem vinna hjá Sky Sports.
Neville er fyrrum leikmaður Manchester United og Carragher lék þá allan sinn feril með Liverpool.
Þeir sjá báðir um þáttinn Monday Night Football á Sky sem er gríðarlega vinsæll á mánudagskvöldum.
Klippa af þeim félögum frá því í gær vekur nú verðskuldaða athygli en þar ræddu þeir málin á háu nótunum.
Aðdáendur hafa mjög gaman að en enginn virðist skilja hvað þeir hafi verið að segja við hvorn annan.
Það er erfitt að útskýra þessar rökræður þeirra félaga en sjáðu hvort þú náir að skilja það sem þeir eru að ræða um!
I need a translation on this video @Carra23 pic.twitter.com/jZoftcjtlP
— Mike (@MikeMongie) 30 October 2018