Stuðningsmenn Chelsea á Englandi vilja meina það að leikmenn liðsins hafi verið að gera grín að fyrrum stjóra félagsins, Jose Mourinho.
Mourinho hefur tvívegis verið við stjórnvölin á Stamford Bridge en var rekinn í annað sinn fyrir þremur árum.
Mourinho tók þá í kjölfarið við Manchester United þar sem hann hefur verið undanfarin þrjú ár.
Portúgalinn mætti aftur á Stamford Bridge á dögunum er United gerði 2-2 jafntefli við heimamenn.
Stuðningsmenn Chelsea kölluðu Mourinho illum nöfnum í stúkunni en hann svaraði fyrir sig með því að lyfta upp þremur puttum.
Mourinho minnti þar stuðningsmenn á hvað hann gerði hjá félaginu en hann vann samtals þrjá Englandsmeistaratitla.
Undanfarið virðast leikmenn Chelsea vera hrifnir af því að herma eftir látbragði Mourinho þó að ástæðurnar séu alltaf mismunandi.