fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Ronaldo segir að ásökunin um nauðgun sé að trufla líf hans – ,,Ég veit hvað ég gerði og sannleikurinn kemur í ljós“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 29. október 2018 21:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kathryn Mayorga var nafn sem fáir höfðu heyrt af áður en en hún steig fram í ítarlegu viðtali við Spiegel og sakaði Cristiano Ronaldo, einn besta knattspyrnumann allra tíma um nauðgun.

Mayorga segir að Ronaldo hafi nauðgað sér árið 2009, atvikið á að hafa átt sér stað í Las Vegas. Þar var Ronaldo í sumarfríi með vinum sínum áður en hann samdi við Real Madrid og varð dýrasti knattspyrnumaður í heimi.

Lýsingarnar frá Mayorga eru afar óhugnanlegar en þar fer hún yfir málið í öllum smáatriðum. Hún skrifaði undir bréf þess efnis um að tjá sig aldrei um málið, fyrir það fékk hún talsverðar fjárhæðir. Atvikið á að hafa átt sér stað þann 12. júní árið 2009, Mayorga var 25 ára á þeim tíma og vann við það að lokka gesti inn á skemmtistað. Þar hitti hún Ronaldo, á Rain skemmtistaðnum.

Ronaldo hefur alla tíð harðneitað sök og í fyrsta sinn ræðir hann nú málið við fjölmiðla.

,,Þessi saga er að trufla líf mít, ég á unnustu, fjögur börn, aldraða móðir, systur, bróðir og fjölskyldu sem er mér náin,“ sagði Ronaldo.

,,Það er verið að drepa mannorð mitt, ímyndið ykkur að vera sakaður um nauðgun. Sama hvað þú átt mikið í lífinu.“

,,Ég veit hver ég er og hvað ég gerði, sannleikurinn mun koma í ljós. Fólkið sem hefur gagnrýnt mig og farið ófögrum orðum um mig, það mun sjá hið rétta.“

,,Ég hef útskýrt þetta fyrir kærustu minni, sonur minn, Cristiano Jr er of ungur til að skilja þetta. Þeta er verst fyrir mömmu og systur mínar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gefast upp á Hojlund sem var ekki sannfærður um tilboðið

Gefast upp á Hojlund sem var ekki sannfærður um tilboðið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Krakkarnir kölluðu hann rottu þegar hann mætti til vinnu í gær

Krakkarnir kölluðu hann rottu þegar hann mætti til vinnu í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vinna hörðum höndum að því að fá Antony frá Manchester United

Vinna hörðum höndum að því að fá Antony frá Manchester United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guardiola útskýrir val sitt á fyrirliða – Var alltaf til staðar þegar illa gekk

Guardiola útskýrir val sitt á fyrirliða – Var alltaf til staðar þegar illa gekk
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Slökkt í orðrómunum með nýjum samningi

Slökkt í orðrómunum með nýjum samningi