fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Freyr skilur ákvörðun Viðars: Hann hafði spilað 120 mínútur á fjórum árum

Victor Pálsson
Mánudaginn 29. október 2018 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ristjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Fyrsti gestur þáttarins er Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins og fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins.

Freyr ræddi framherjann Viðar Örn Kjartansson örstutt en hann ákvað á dögunum að hætta með landsliðinu.

Freyr hefur rætt við Viðar síðan hann tók ákvörðunina en dyrnar eru alls ekki lokaðar ef horft er til framtíðar.

,,Hugurinn hjá honum var fínn, þannig séð. Hann talar um meiðsli sem hann hefur glímt við. Hann hefur verið í lægð hjá félagsliði sínu bæði í Ísrael og núna í Rússlandi,“ sagði Freyr.

,,Við töluðum eiginlega bara um það að hann þyrfti að koma sér á strik aftur. Við vitum það öll sem fylgjumst með fótbolta að Viðar Örn þarf að vera með sjálfstraust til að spila með A-landsliðinu á því leveli sem við viljum vera á. Þegar Viðar Örn er að skora mörk og boltinn dettur fyrir hann í boxinu og hann skorar, það er Viðar Örn. Hann er frábær þar.“

,,Á meðan hann er í meiðslum og þarf að fara í langt ferðalag og í nýjum klúbb þá þarf hann að komast af stað. Hann þarf að skora mörk í Rússlandi og þá er hann tilbúinn að hafa dyrnar opnar. Ef hann er nógu góður fyrir landsliðið þá veljum við hann.“

,,Ég skil hann að því leitinu til, þegar þú ert með endalaust af röddum að segja ‘Af hverju er hann ekki valinn? Hættu bara, þú átt betra skilið.’ Þetta síast inn, hann hafði spilað 120 mínútur fyrir Ísland í mótsleikjum á fjórum árum þegar hann tekur þessa ákvörðun.“

,,Hann hafði fengið einhverja 12 æfingaleiki og aldrei 90 mínútur nánast. Það er auðvelt að verða pirraður. Ég ber fulla virðingu fyrir hans ákvörðun og hans tilfinningum. Myndi ég gera þetta með mína hæfileika? Aldrei.“


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gefast upp á Hojlund sem var ekki sannfærður um tilboðið

Gefast upp á Hojlund sem var ekki sannfærður um tilboðið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Krakkarnir kölluðu hann rottu þegar hann mætti til vinnu í gær

Krakkarnir kölluðu hann rottu þegar hann mætti til vinnu í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vinna hörðum höndum að því að fá Antony frá Manchester United

Vinna hörðum höndum að því að fá Antony frá Manchester United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guardiola útskýrir val sitt á fyrirliða – Var alltaf til staðar þegar illa gekk

Guardiola útskýrir val sitt á fyrirliða – Var alltaf til staðar þegar illa gekk
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Slökkt í orðrómunum með nýjum samningi

Slökkt í orðrómunum með nýjum samningi