Barcelona 5-1 Real Madrid
1-0 Philippe Coutinho(11′)
2-0 Luis Suarez(víti, 30′)
2-1 Marcelo(50′)
3-1 Luis Suarez(75′)
4-1 Luis Suarez(83′)
5-1 Arturo Vidal(87′)
Real Madrid er án sigurs í spænsku úrvalsdeildinni í fimm leikjum í röð eftir leik við Barcelona í dag.
Barcelona tók á móti Real í El Clasico og var í raun í engum vandræðum og vann að lokum sannfærandi sigur.
Barcelona komst yfir snemma leiks með marki frá Philippe Coutinho áður en Luis Suarez bætti við öðru úr vítaspyrnu.
Real lagaði stöðuna snemma í síðari hálfleik er Marcelo skoraði og staðan orðin 2-1.
Það breytti þó engu en fyrir lok leiksins bætti Suarez við tveimur mörkum og fullkomnaði þrennu sína á 83. mínútu leiksins.
Arturo Vidal kom inná sem varamaður undir lokin og bætti hann svo við fimmta marki liðsins í öruggum 5-1 sigri.
Barcelona fer á toppinn og er með 21 stig en Real situr í 9. sæti deildarinnar heilum sjö stigum á eftir toppliðinu.