Það er aðeins einn leikmaður sem hefur skorað fleiri útivallarmörk á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni en Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi er mikið fyrir það að skora gegn Manchester United og skoraði úr vítaspyrnu í 2-1 tapi í dag.
Þetta var alls ekki fyrsta mark okkar manns gegn United en hann var að skora í fjórða sinn á Old Trafford.
Aðeins einn leikmaður hefur gert betur en Steven Gerrard, fyrrum leikmaður Liverpool, skoraði fimm þar á ferlinum.
Þá eru þrír leikmenn með jafn mörg mörk og Gylfi en það eru þeir Sergio Aguero, Darren Bent og Edin Dzeko.
Gylfi hefur verið sjóðheitur á þessu tímabili með Everton og er markahæsti leikmaður liðsins.