fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Freyr var að deyja úr stressi er hann fundaði með Lagerback – ,,Veist aldrei hvar þú hefur hann“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 28. október 2018 20:15

Freyr Alexandersson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ristjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Fyrsti gestur þáttarins er Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins og fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins.

Freyr er í dag eins og áður sagði aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins en hann tók við því starfi fyrr á árinu og starfar við hlið Erik Hamren.

Freyr ræðir hvernig hann fékk starfið til að byrja með en hann hafði áður verið partur af þjálfarateymi Heimis Hallgrímssonar.

,,Við vissum ekki hvernig myndi fara með Heimi. Hvort hann ætlaði að halda áfram eða ekki,“ sagði Freyr.

,,Það var alveg option ef hann myndi vera áfram að ég myndi vera með honum í enn stærra hlutverki en ég var kominn í. Það kom til greina.“

,,Ég var búinn að tilkynna KSÍ það fyrir löngu að ég væri hættur með kvennalandsliðið. Ég vissi ekki nákvæmlega hvað myndi gerast um haustið.“

,,Svo kemur þetta upp að Heimir hættir og þá er talað við mig snemma áður en Erik er ráðinn. Hvort ég hafi áhuga á að vera í teyminu í sama hvaða formi það verður. Ég sagði nei ekki í sama hvaða formi sem verður!“

,,Svo kemur upp að mér er boðið að vera aðstoðarþjálfari. Það var alltaf með þeim formerkjum að ég myndi funda með þeim sem yrði ráðinn sem aðalþjálfari. Það var aðdragandinn að þessu.“

Freyr hafði áður starfað við hlið Heimis og Lars Lagerback en hann sá aðallega um að njósna um aðrar þjóðir.

Fyrsta verkefni Freys með landsliðinu kom árið 2014 en hann var þá beðinn um að afla upplýsingum um tékknenska landsliðið.

,,Fyrsta verkefnið með Lars og Heimi var Tékkland úti, ég held að það sé nóvember 2014. Þá fer ég með þeim í fyrsta verkefnið.“

,,Í þeirri undankeppni er ég ekki mikið með þeim. Ég er með þeim í Tékka-leiknum hérna heima því ég var búinn að stúdera Tékkana svolítið. Þetta var svolítið gælu verkefni hjá Heimi til að byrja með að fá mig nær liðinu og hafa einhvern með sér hérna heima. Lars var alltaf úti og svona og við vorum að nördast í bakherbergjunum.“

,,Svo stækkar þetta fyrir EM, þá setja þeir upp þetta scouting program þar sem ég sé um Tyrkland, Króatíu og Úkraínu fyrir næstu undankeppni. Það var fókus númer eitt og fókus númer tvö voru mögulegir andstæðingar í 16 og 8-liða úrslitum EM. Það var endalaust af liðum svo ég var út um allt að scouta.“

,,Þetta var geggjuð reynsla og ég svo þakklátur Heimi og Lars að hafa gefið mér þetta tækifæri. Svo gerist það að við fáum England og Frakkland og ég var með þau bæði. Roland var með England líka og svo deildu þrír Frökkunum.“

Freyr segist hafa verið ótrúlega stressaður á sínum fyrsta fundi með Lars þar sem hann fór yfir andstæðinga Íslands.

,,Ég gleymi aldrei fyrsta fundinum með Lars. Þar var ég að presentara í fyrsta skiptið það sem við höfðum verið að scouta. Ég og Roland saman, ég var svo stressaður ég var að skíta upp á bak. Þú veist aldrei hvar þú hefur Lars.“

,,Hann sest inn og ég er að flytja það sem við höfðum búið til og hann segir ekki neitt. Svo bíð ég bara skjálfandi á beinunum og hann segir að þetta hafi verið frábært og eitthvað. Ég var svo feginn eftir á, geggjuð reynsla fyrir mig. Þá var þetta komið af stað.“

Samband Freys og Heimis var mjög gott og hafði hann einstaklega gaman að því að vinna með fyrrum aðalþjálfaranum.

,,Ég fer svo all in í undankeppni HM með Heimi. Það var frábært að vinna með Heimi. Við erum báðir svona með fullkomnunaráráttu og við viljum hafa hlutina í lagi og vinnum mikið í smáatriðum.“

,,Þetta var einhvern veginn samband sem þróaðist rosa vel og ég er mjög þakklátur og þetta var skemmtilegur tími.“

Freyr var svo að sjálfsögðu partur af liði Íslands sem fór á HM í sumar. Hann ræðir þá keppni og einnig undankeppnina þar sem Ísland stóð sig frábærlega.

,,Nefnum aðeins undankeppnina. Hún var stórkostleg. Ég var alltaf að fara til Austur-Evrópu að scouta. Viðbjóðurinn sem ég var að lenda í á hótelum og svona, ég hugsaði á meðan ég var í þessu að það væri eins gott að þetta myndi skila einhverju. Ég var nánast að gera þetta launalaust.“

,,Ég gerði þetta bara með Heimi, fyrir reynsluna og svona. Þetta var erfitt á tímabili en ógeðslega gaman. Svo þegar við vinnum Tyrkland og Úkraínu og það er allt að tikka þá er það geggjað.“

,,Svo var HM unique reynsla. Þriðja stórmótið sem ég fer í. Karla EM, kvenna EM og svo HM. Þetta var svo stórt allt. Þetta var ótrúlega skemmtileg lífsreynsla og við vorum svo nálægt þessu. Við vorum tilbúnir fyrir næstu skref.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ungur karlmaður lést fyrir framan móður sína – Átti að byrja í nýrri vinnu daginn eftir

Ungur karlmaður lést fyrir framan móður sína – Átti að byrja í nýrri vinnu daginn eftir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Samningi rift vegna ólgusjó eftir að hann var fundinn sekur um að lemja unnustu sína

Samningi rift vegna ólgusjó eftir að hann var fundinn sekur um að lemja unnustu sína
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gefast upp ekki á Sancho þó hann sé ekki spenntur fyrir launapakknum

Gefast upp ekki á Sancho þó hann sé ekki spenntur fyrir launapakknum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gómaður á rúntinum með fyrrverandi – Virðast ætla að reyna á samband í þriðja sinn

Gómaður á rúntinum með fyrrverandi – Virðast ætla að reyna á samband í þriðja sinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Frá Birmingham til Rómar

Frá Birmingham til Rómar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór spurður út í erfiðan mánuð og gagnrýnina – „Finnst þú ósanngjarn gagnvart hinum almenna Blika“

Halldór spurður út í erfiðan mánuð og gagnrýnina – „Finnst þú ósanngjarn gagnvart hinum almenna Blika“
433Sport
Í gær

Sjáðu athyglisvert atvik í gær – Stjörnur Liverpool virtust flissa að leikmanni Arsenal

Sjáðu athyglisvert atvik í gær – Stjörnur Liverpool virtust flissa að leikmanni Arsenal
433Sport
Í gær

Högg fyrir Arsenal sem skoðar nú markaðinn

Högg fyrir Arsenal sem skoðar nú markaðinn