fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Stuðningsmenn biðu fyrir utan völlinn eftir leikmönnum – Það sem gerðist næst er magnað

Victor Pálsson
Laugardaginn 27. október 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Hart, markvörður Burnley, hefur tjáð sig um athyglisverðan tíma sinn hjá liði Torino á Ítalíu.

Hart lék með Torino á láni tímabilið 2016-2017 og lék er liðið tapaði stórt 5-0 á útivelli gegn Napoli.

Stuðningsmenn Torino eru ástríðufullir og heimtuðu fund með leikmönnum eftir tapið.

Þeir náðu svo að hitta leikmenn liðsins eftir leikinn og tóku yfir liðsfundinn. Það er eitthvað sem sést ekki á Englandi.

,,Það sem ég elskaði mest við menningu ítalska fótboltans voru stuðningsmennirnir, þeir réðu miklu hjá félaginu – á góðan hátt,“ sagði Hart.

,,Einu sinni þá fengum við á okkur fimm mörk á útivelli gegn Napoli. Það er löng leið frá Torino en um 300 stuðningsmenn mættu og skemmtu sér allan leikinn.“

,,Þeir voru þarna fyrir okkur og það voru nokkrir leikmenn sem þökkuðu þeim ekki fyrir komuna eftir leikinn því þeir voru svekkttir.“

,,Stuðningsmennirnir nýttu sér þá sína stöðu í félaginu og heimtuðu fund með leikmönnunum.“

,,Þeir biðu eftir okkur hjá bílastæðunum. Þeir tóku yfir liðsfundinn okkar. Þeir ræddu við fyrirliðann okkar og tjáðu honum að þetta væri óásættanlegt.“

,,Við þurftum allir að standa þarna og hlusta. Við báðum þá afsökunar því þeir höfðu rétt fyrir sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tottenham í sárum en skoðar þessa kosti – Eze í læknisskoðun hjá Arsenal á morgun

Tottenham í sárum en skoðar þessa kosti – Eze í læknisskoðun hjá Arsenal á morgun
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Blikar geta komist nær hundruðum milljóna í kvöld

Blikar geta komist nær hundruðum milljóna í kvöld
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gefast upp á Hojlund sem var ekki sannfærður um tilboðið

Gefast upp á Hojlund sem var ekki sannfærður um tilboðið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Krakkarnir kölluðu hann rottu þegar hann mætti til vinnu í gær

Krakkarnir kölluðu hann rottu þegar hann mætti til vinnu í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vonar að Cunha læri mannasiði á Old Trafford – Telur að skapið geti komið honum í vandræði

Vonar að Cunha læri mannasiði á Old Trafford – Telur að skapið geti komið honum í vandræði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Dóttirin skipaði honum að raka sig – „Sagði að þetta væri hræðilegt“

Dóttirin skipaði honum að raka sig – „Sagði að þetta væri hræðilegt“