Hræðilegt atvik átti sér stað fyrir utan King Power völlinn á Englandi í dag sem er heimavöllur Leicester City.
Leicester lék við West Ham í ensku úrvalsdeildinni en leiknum lauk með 1-1 jafntefli og var boðið upp á fjör.
Vichai Srivaddhanaprabha, eigandi Leicester, var mættur á völlinn að venju til að sjá sitt lið spila.
Srivaddhanaprabha mætir yfirleitt á svæðið á þyrlu en eftir leik þá hrapaði hún við bílastæði vallarins.
Óvíst er hvort eigandinn hafi sjálfur verið farþegi í þyrlunni en lítið er vitað um málið að svo stöddu.
Útlitið er þó ekki gott eins og má sjá hér fyrir neðan en mikill eldur og reykur kemur úr þyrlunni þessa stundina.
Myndir af þyrlunni eftir hrapið má sjá hér.