Glenn Hoddle, fyrrum stjóri enska landsliðsins, var fluttur á sjúkrahús í dag en hann var staddur í setti BT Sport.
Hoddle hefur undanfarin ár starfað sem sparkspekingur hjá BT og fjallar reglulega um leiki í ensku úrvalsdeildinni.
Hoddle er 61 árs gamall en greint er frá því að hann hafi orðið verulega veikur í stúdíóinu í dag og þurfti að fara á spítala.
Jake Humphrey, annar starfsmaður BT Sport, sagði frá þessu á Twitter en ekki er greint frá því hver veikindi Hoddle eru.
Hoddle er vel þekktur á Englandi og hefur stýrt liðum á borð við Chelsea, Tottenham og enska landsliðinu.
Hann var einnig öflugur leikmaður og gerði garðinn frægan hjá Tottenham þar sem hann spilaði yfir 400 leiki.
Our friend & colleague Glenn Hoddle was taken seriously ill at the BT Sport studio this morning.
For that reason there will be no @btsportscore – but we will be live as usual for the 5.30 ko at Leicester.
Everyone of us is right with you Glenn, sending love & strength ❤️
— Jake Humphrey (@mrjakehumphrey) 27 October 2018