Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur fer í loftið í dag en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ristjóri 433.is stýrir.
Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.
Fyrsti gestur þáttarins verður Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins.
Farið verður um víðan völl en rætt verður við Frey um allan hans feril í fótbolta og hvernig það var að vaxa úr grasi í Breiðholti.
Móðir Freys var aðeins 17 ára gömul þegar hún átti hann og hann átti í litlu sambandi við föður sinn framan af.
Þá verða rifjaðar upp góðar sögur þegar Freyr barðist í bökkum í Danmörku og meira til.