fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Aroni Einari fannst erfitt að horfa á vini sína í veseni – ,,Leið eins og ég ætti að vera þarna og fá drullið yfir mig“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. október 2018 09:39

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhugafólk um íþróttir fagnaði vel um síðustu helgi þegar fyrirliði karlalandsliðsins í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, snéri aftur á knattspyrnuvöllinn. Endurkoma sem margir höfðu beðið eftir og þessi þjóðhetja frá Akureyri hafði ekki spilað fótbolta í 116 daga þegar hann byrjaði í sigri Cardiff á Fulham í ensku úrvalsdeildinni. Aron hafði ekkert spilað síðan Ísland féll úr leik á HM í Rússlandi gegn Króatíu.

Aron hefur misst af fjórum landsleikjum í röð og það hefur reynt á hann, Aron hefur alltaf viljað mæta í landsleiki þrátt fyrir meiðsli og harkað sig í gengum það. Í þetta skiptið gat hann það ekki, Aron ætti hins vegar að snúa aftur í nóvember þegar liðið mætir Belgíu og Katar.

Erfitt að horfa á landsliðið ströggla

Aron hefur misst af fjórum landsleikjum eftir HM, þar sem hann hefur verið meiddur. Liðið fékk vonda skelli og umræðan hefur breyst fljótt. Talað er um krísu hjá landsliðinu, nokkrum mánuðum eftir að liðið komst á HM.

,,Þetta hefur verið mjög erfitt, þegar ég hef verið meiddur þá hef ég farið og hitt hópinn. Að vera heima og vera ekki partur af hópnum og stemmingunni í kringum það, það hefur verið erfitt. Sérstaklega í fyrstu tveimur leikjunum gegn Sviss og Belgíu, að sjá félagana í veseni var erfitt. Mér leið eins og ég ætti að vera þarna með þeim og ströggla og reyna að hjálpa til, fá drullið yfir mig líka. Vera með og taka ábyrgð, það var erfitt að taka því. Síðustu tveir leikir voru flottir og menn sá hvernig voru að bregðast við. Við fengum Jóhann Berg og Alfreð aftur inn, fleiri leikmenn með mikla reynslu. Það var mikilvægt upp á sjálfstraustið,“ sagði Aron Einar í samtali við 433.is í vikunni en ítarlegt viðtal birtist við hann síðar í dag.

,,Það er hluti af þessu að hlusta á slæmu umræðuna líka, við tökum því eins og menn. Við kvörtum yfir þessu okkar á milli og ætlum að sýna okkur og sanna aftur. Það er búið að afskrifa okkur, það er líka alveg ágætt. Við höfum alltaf eitthvað að sanna og bæta, við erum enn að bæta okkur. Með nýjum þjálfara, Erik Hamren, koma nýjar áherslur. Við eigum nokkur góð ár eftir til að halda áfram á sömu braut. Menn eru ekki saddir þrátt fyrir að það séu búin tvö stórmót í röð, maður hefur tekið eftir slíkri umræðu. Það er gaman að vera á stórmóti og menn vilja þangað aftur. Það er hugur í mönnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ungur karlmaður lést fyrir framan móður sína – Átti að byrja í nýrri vinnu daginn eftir

Ungur karlmaður lést fyrir framan móður sína – Átti að byrja í nýrri vinnu daginn eftir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Samningi rift vegna ólgusjó eftir að hann var fundinn sekur um að lemja unnustu sína

Samningi rift vegna ólgusjó eftir að hann var fundinn sekur um að lemja unnustu sína
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“
433Sport
Í gær

Frá Birmingham til Rómar

Frá Birmingham til Rómar
433Sport
Í gær

Halldór spurður út í erfiðan mánuð og gagnrýnina – „Finnst þú ósanngjarn gagnvart hinum almenna Blika“

Halldór spurður út í erfiðan mánuð og gagnrýnina – „Finnst þú ósanngjarn gagnvart hinum almenna Blika“