Pep Guardiola stjóri Manchester City er í skemmtilegu viðtali við BBC þar sem hann fer yfir hlutina.
Guardiola hlustar mikið á tónlist og greindi frá því hvaða sex lög hann elskar mest.
Um er að ræða lög sem hafa haft áhrif á hann á ferli sínum í fótbolta og kveikt neista.
Eitt lagið er New York, New York í flutningi Frank Sinatra en hann þyrfti að heyra Geir Ólafsson taka lagið. Það væri sterkur leikur fyrir hann.
Lögin sex sem Guardiola elskar:
Don’t Look Back in Anger, Oasis. (1996)
The Healing Day, Bill Fay (2012)
Fiesta, Joan Manuel Serrat (1970)
Amor Particular, Lluis Llach (1984)
New York, New York, sungið af Frank Sinatra (1980)
Your Song, Elton John (1970)