Lið Leeds United á Englandi kveikti í Twitter í dag er liðið ákvað að svara söngvaranum Niall Horan.
Horan er heimsþekktur söngvari en hann var lengi partur af hljómsveitinni One Direction sem gerði allt vitlaust af sínum tíma.
One Direction var mjög vinsæl strákahljómsveit frá 2010 til 2016 en hafa verið í fríi undanfarin tvö ár.
Horan er mikill knattspyrnuaðdáandi en hann styður lið Derby sem leikur í Championship-deildinni með Leeds.
Leeds er á toppi deildarinnar þessa stundina, eitthvað sem Horan er illa við og greindi frá því á Twitter.
,,Engum líkar við Leeds,“ skrifaði Horan á Twitter áður en Leeds ákvað að svara fyrir sig og skaut fast á söngvarann.
Leeds segir Horan að setja sig í stand og koma hljómsveitinni aftur í gang frekar en að reyna fyrir sér einn á sviðinu.
No one likes your solo career #BringBack1D https://t.co/PLu0p216pl
— Leeds United (@LUFC) 24 October 2018