Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður, mætti í hlaðvarpsþátt hjá Snorra Björnssyni í gær og er viðtalið virkilega skemmtilegt.
Emil fer þar yfir feril sinn sem knattspyrnumaður en hann hefur komið víða við og leikur í dag á Ítalíu eins og undanfarin ár.
Miðjumaðurinn samdi við lið Frosinone í Serie A í sumar en spilaði áður með Udinese.
Emil ræddi ímynd knattspyrnumanna í viðtalinu og þær kjaftasögur sem eru oft á kreiki þegar kemur að atvinnumönnum íþróttarinnar.
Emil segir að það sé enginn munur á fótboltamönnum og öðrum starfsmönnum og að kjaftasögur verði alltaf til sama við hvað sá aðili vinnur.
,,Ég held að það hafi bara einu sinni komið út kjaftasaga um mig. Þú finnur ekkert kjaftasögur um mig,“ sagði Emil.
,,Ég veit bara um eina kjaftasögu. Ég er með hana. Eina kjaftasagan var ‘Hefur Emil bara sofið hjá einni konu?’
,,’Bíddu er hann einnar konu maður?’ Það er kjaftasagan um mig. Það er stundum slæm ímynd um fótboltamenn að þeir séu með hinum og þessum og að þeir séu spaðar.“
,,Það eru ekkert allir svoleiðis. Það eru alls konar kjaftasögur um fólk sem eiga rétt á sér og eiga engan rétt á sér.“
,,Það væri ekkert hægt að búa til eitthvað kjaftæði um mig. Þú setur þig í aðstæður til þess að það komi upp kjaftasögur.“
,,Fótboltamenn eru ekkert meiri drullusokkar heldur en bankastarfsmaðurinn, flugmaðurinn eða who ever. Það eru góðir gæjar alls staðar og drullusokkar hér og þar.“
Hér fyrir neðan má heyra viðtali við Emil í heild sinni.