fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Koscielny hættur með landsliðinu – Lætur Deschamps heyra það

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. október 2018 18:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laurent Koscielny, leikmaður Arsenal á Englandi, hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna.

Koscielny staðfesti þetta í dag en hann á að baki 51 landsleik fyrir Frakkland en missti af HM í sumar.

Koscielny hefur verið að glíma við meiðsli en hann er 33 ára gamall í dag og mun ekki spila fleiri landsleiki.

Hann ákvað að skjóta aðeins á Didier Deschamps, landsliðsþjálfara Frakka, áður en hann greindi frá fréttunum.

,,Deschamps hefur hringt einu sinni í mig og það var þegar ég átti afmæli í september. Fyrir utan það, aldrei,“ sagði Koscielny.

,,Það er mikið af fólki sem hefur valdið mér vonbrigðum. Ekki bara þjálfarinn. Þetta er eins og að fá högg aftan í hnakkann.“

,,Ég hef gefið allt sem ég get til franska landsliðsins. Ég er 33 ára gamall og hef spilað á tveimur EM og einu HM.“

,,Frakkland er með frábæra kynslóð af leikmönnum. Meiðslin hafa ekki áhrif á ákvörunina. Ég er búinn með landsliðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa
433Sport
Í gær

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“
433Sport
Í gær

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó