Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar í dag sem heimsótti stórlið Ajax í Hollandi.
Albert hefur spilað vel fyrir AZ undanfarið eftir að hafa komið til félagsins frá PSV Eindhoven í sumar.
Albert og félagar fengu skell í Amsterdam en Ajax var mun betri aðilinn og vann öruggan 5-0 sigur.
Þetta var aðeins annað tap AZ á leiktíðinni og situr liðið í sjötta sæti deildarinnar.
Ajax er í öðru sætinu með eitt tap en er fimm stigum frá toppliði PSV sem er taplaust á toppnum.