Það fer fram stórleikur á Englandi á morgun er lið Manchester City heimsækir Liverpool á Anfield.
Bæði lið eru taplaus í deildinni eftir fyrstu sjö umferðirnar og sitja á toppnum með 19 stig.
Liverpool var eina liðið á síðustu leiktíð sem virtist eiga roð í City sem varð að lokum Englandsmeistari.
Samkvæmt the Guardian verður miðjumaðurinn Kevin de Bruyne á bekknum hjá City á morgun en hann hefur ekki spilað lengi vegna meiðsla.
Óvíst er hvort miðjumaðurinn Naby Keita geti spilað vegna bakmeiðsla en hann er tæpur.
Upplýsingar um leikinn:
Sunnudagur – 15:30
Leikstaður – Anfield
Á síðustu leiktíð – Liverpool 4-3 Manchester City
Dómari – Martin Atkinson
Stuðlar á Lengjunni:
Liverpool – 2,19
Jafntefli – 3,13
Manchester City – 2,42
Meiðsli:
Liverpool – Keita (tæpur), Oxlade-Chamberlain
Manchester City – Gundogan (tæpur), Bravo
Líkleg byrjunarlið: