fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Það sem Van Gaal sagði um stjórn United – ,,Ég var hengdur fyrir framan alla“

Victor Pálsson
Laugardaginn 6. október 2018 20:15

Louis van Gaal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, er mikið í umræðunni þessa dagana en starf hans er sagt vera í hættu.

Mourinho og félagar unnu Newcastle 3-2 í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir að hafa lent 2-0 undir.

Tal er um það að stjórn United sé búin að missa trú á Portúgalanum sem tók við fyrir tveimur árum af Louis van Gaal.

Það er athyglisvert að skoða það sem Van Gaal hafði að segja um stjórn United á sínum tíma en hann var látinn fara þrátt fyrir að eiga töluvert eftir af samningi sínum.

,,Manchester United setti hettuna yfir mig og ég var hengdur fyrir framan alla,“ sagði Van Gaal.

,,Pressan var risastór þegar hettan var komin á mig og svo fóru þeir á bakvið mig.“

,,Það var farið að þessu eins og í kvikmynd og það fór allt fram á bakvið mig alveg frá byrjun janúar.“

,,Ég vildi aldrei vera lengur en tvö ár hjá Manchester United en þeir vildu halda mér í þrjú ár.“

,,Allt í einu var Jose Mourinho laus þegar ég var búinn með eitt og hálft ár. Ég vissi að United myndi vilja hann einn daginn.“

,,Þeir komu og töluðu við mig eftir að fréttunum var lekið á netið og það eru mestu vonbrigði sem ég hef upplifað á ævinni.“

,,Þeir ræddu ekki við mig. Ef þeir hefðu komið og talað við mig og rætt plönin þá hefði ég getað sætt mig við það en sagt að við myndum gefa allt í sölurnar næstu sex mánuðina.“

,,Þeir hefðu getað sleppt því að borga síðasta ár samningsins en eftir það sem þeir gerðu sá ég til þess að þeir myndu borga hverja krónu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bandaríkjamaðurinn reiður eftir tilboðið: ,,Blaut tuska í andlitið“

Bandaríkjamaðurinn reiður eftir tilboðið: ,,Blaut tuska í andlitið“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: Blikar töpuðu gegn FH í ótrúlegum fótboltaleik

Besta deildin: Blikar töpuðu gegn FH í ótrúlegum fótboltaleik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu þegar hann heiðraði minningu félaga síns sem lést í sumar

Sjáðu þegar hann heiðraði minningu félaga síns sem lést í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Arsenal vann stórleikinn á Old Trafford

England: Arsenal vann stórleikinn á Old Trafford
433Sport
Í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær
433Sport
Í gær

Myndband af Jökli vekur heimsathygli – Sjáðu magnaðan flutning

Myndband af Jökli vekur heimsathygli – Sjáðu magnaðan flutning
433Sport
Í gær

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni
433Sport
Í gær

Tjáir sig um Isak: ,,Erfitt að svara þessari spurningu“

Tjáir sig um Isak: ,,Erfitt að svara þessari spurningu“