Alfreð Finnbogason er sjóðandi heitur þessa dagana en hann leikur með Augsburg í Þýskalandi.
Alfreð sneri aftur í síðustu viku eftir erfið meiðsli og skoraði þrennu í sigri á Freiburg.
Alfreð var í byrjunarliði Augsburg í dag sem spilar nú við Borussia Dortmund á útivelli.
Erfiður leikur fyrir Augsburg en staðan er 1-0 fyrir gestunum þessa stundina.
Það var auðvitað Alfreð sem skoraði marki en hann kom knettinum í netið eftir aukaspyrnu.
Hér má sjá markið.