fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Mourinho: Ef það rignir í London er það mér að kenna – Brexit er mér að kenna

Victor Pálsson
Laugardaginn 6. október 2018 18:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, ræddi við blaðamenn í kvöld eftir 3-2 sigur liðsins á Newcastle.

Framtíð Mourinho er talin vera í hættu en United lenti 2-0 undir gegn Newcastle í dag og vann svo að lokum 3-2 sigur.

Mourinho segir að það sé hægt að kenna sér um allt þessa stundina og vill að leikmenn sínir spili fyrir félagið en ekki sig.

,,Þeir gáfu allt í þetta og ég vil ekki segja að þeir hafi verið heppnir. Við börðumst svo mikið og strákarnir áttu þetta skilið,“ sagði Mourinho.

,,Jafnvel ef leikurinn hefði endað 2-2 þá hefði það verið jákvætt. Það er enginn sem getur lofað því að vinna fótboltaleiki en atvinnumenn eiga alltaf að gera sitt besta.“

,,Leikmennirnir spila ekki fyrir þjálfarann, ef þeir gera það þá eru þeir ekki góðir atvinnumenn svo það er fáránlegt að tala um það.“

,,Spilarðu betur eða verr ef þér líkar illa við þjálfarann? Það eina sem ég bið um er að leikmennirnir gefi allt í verkefnið.“

,,Vinur minn var að segja við mig í morgun að ef það byrjar að rigna í London á morgun, þá er það mér að kenna. Rifrildin vegna ‘Brexit’ eru mér að kenna.“

,,Ég hef verið tilbúinn fyrir þetta allt, það er verið að elta mig uppi, það er of mikið. Þetta er mitt líf sem ég elska og hef unnið að því að komast hingað síðan ég var krakki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bandaríkjamaðurinn reiður eftir tilboðið: ,,Blaut tuska í andlitið“

Bandaríkjamaðurinn reiður eftir tilboðið: ,,Blaut tuska í andlitið“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: Blikar töpuðu gegn FH í ótrúlegum fótboltaleik

Besta deildin: Blikar töpuðu gegn FH í ótrúlegum fótboltaleik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu þegar hann heiðraði minningu félaga síns sem lést í sumar

Sjáðu þegar hann heiðraði minningu félaga síns sem lést í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Arsenal vann stórleikinn á Old Trafford

England: Arsenal vann stórleikinn á Old Trafford
433Sport
Í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær
433Sport
Í gær

Myndband af Jökli vekur heimsathygli – Sjáðu magnaðan flutning

Myndband af Jökli vekur heimsathygli – Sjáðu magnaðan flutning
433Sport
Í gær

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni
433Sport
Í gær

Tjáir sig um Isak: ,,Erfitt að svara þessari spurningu“

Tjáir sig um Isak: ,,Erfitt að svara þessari spurningu“