Gylfi Þór Sigurðsson komst á blað fyrir Everton í dag sem mætti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni.
Everton vann 2-1 sigur á King Power vellinum og skoraði Gylfi sigurmark liðsins með mögnuðu skoti fyrir utan teig.
Gylfi elskar að skora mörk og hefur gert nóg af því fyrir bæði Swansea og nú Everton.
Gylfi hefur nú skorað 50 mörk í ensku úrvalsdeildinni og er annar Íslendingurinn til að ná þeim áfanga.
Aðeins einn leikmaður hefur skorað 50 mörk eða fleiri og það er Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrum leikmaður Chelsea sem gerði 55 mörk á sínum tíma.
Gylfi nálgast því met Eiðs og miðað við frammistöðu hans undanfarið styttist í að Gylfi verði markahæsti Íslendingurinn á Englandi.