Jose Mourinho, stjóri Manchester United, verður rekinn frá félaginu um helgina. Þetta fullyrðir enska blaðið Mirror í kvöld.
United spilar við Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á morgun og skipta úrslitin engu máli fyrir Mourinho.
Portúgalinn hefur ekki náð nógu góðum árangri á tímabilinu en United hefur ekki byrjað eins illa í 29 ár.
Samkvæmt frétt Mirror er búið að ákveða það að Mourinho verði rekinn eftir leik liðanna á morgun.
Stjórn félagsins hefur misst alla trú á Mourinho sem á í slæmu sambandi við nokkra leikmenn félagsins.
Mourinho tók við United árið 2016 en hann var fyrir það stjóri Chelsea og Real Madrid.